Lífsveifla – ný lækninga-sýn

Jurgen Henneke hafði starfað sem heimilislæknir í tvö ár þegar hann í árslok 1988 sá lífómunartæki í fyrsta sinn og fékk meðferð sem hafði afgerandi áhrif á líf hans og störf. Ungur fékk hann áhuga á náttúruvísindum, stjörnuspeki, uppbyggingu Alheimsins, Afstæðis- og Skammtafræði-kenningunni; heildrænum meðferðum, lærði nálastungur og fleiri meðferðir og fékk titilinn Náttúrulæknir. Upphaflega … Halda áfram að lesa: Lífsveifla – ný lækninga-sýn

Gleðilega lífsveiflu

Kæru skjólstæðingar – TAKK fyrir frábært lífsveiflu-ÁR 2023 og allt sem þið hafið kennt mér! Ég sé æ betur hversu djúpstæð áhrif áföll hafa á heilsufar okkar, ekki síst bernskuáföllin og þau sem koma frá forfeðrunum. Og áhrifamáttur lífsveiflu-meðferða er augljós í bataferlinu. Lífsveiflu-fræðin gefa tilfinningum mikið vægi. Því er gaman að segja frá því … Halda áfram að lesa: Gleðilega lífsveiflu

Skemmtisaga

Ég legg mikið upp úr hlátri því hann er svo heilandi. Af og til horfi ég á stutta sketsa, tek góðar rokur og endurnærist á sál og líkama. Ég var lánsöm að eiga mann sem var bæði fyndinn og hláturmildur. Alltaf stutt í grínið hjá honum og þegar ég fékk fyrsta orku-meðferðartækið mitt árið 2005 … Halda áfram að lesa: Skemmtisaga

Tíðni- og orkumeðferðir

Hefurðu tekið eftir því hversu mjög áhugi fólks á tíðni- og orkumeðferðum hefur aukist? Hefur þú nýtt þér slíka þjónustu eða þekkirðu einhvern sem það gerir eða hefur gert? Hefurðu velt því fyrir þér hverjir hafa viðeigandi vísindalegan sönnunargagnagrunn á bak við sig - og hverjir virðast ekki hafa það? Staðreyndin er sú að tíðnimeðferðir … Halda áfram að lesa: Tíðni- og orkumeðferðir

Alzheimer og tíðnimeðferðir

Ekki er algengt að sjá einkenni Alzheimers í fólki yngra en 65 ára segir í rannsókn frá Mayo Clinic eða kannski hjá um 5%. Snemma á árinu 2019 samþykkti bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið að ísraelska læknatækni-fyrirtækið Insightec myndi prófa í samvinnu við WVU hópinn nýstárlega meðferð í meðhöndlun Alzheimers á byrjunarstigi. Notaðar eru hljóðbylgjur( ultrasound) … Halda áfram að lesa: Alzheimer og tíðnimeðferðir

Vörtu-lífsveiflumeðferð

Þessi myndarlega varta braust út á þumalfingri sex ára drengs og fékk að njóta sín í einar þrjár vikur eða þar til foreldrarnir ákváðu að prófa meðferð í Rayonex tækinu. Meðferðaraðili segir: “Upphaf meðferðar hófst á því að finna út hverrar gerðar vartan var. Í framhaldi er svo gefin meðferð sem tók 25 mín í … Halda áfram að lesa: Vörtu-lífsveiflumeðferð

Hómópatía eftir heimsfaraldur

Margt kröftugt fólk hefur verið óvinnufært og haft allavega vandamál eftir þennan kórónu heimsfaraldur: síþreyta er algeng og líkamlega orkan almennt minni, verkir og þreyta við hreyfingu. Margir kvarta yfir mæði. Andlega er kvartað yfir einbeitingarleysi, heilaþoku og kvíða. Við þekkjum þetta síþreytu-ástand í kjölfar veirusýkinga sem verður vegna niðurbrots í líffærakerfunum en ef það … Halda áfram að lesa: Hómópatía eftir heimsfaraldur

Til upplýsinga

Þú ferð til læknis með ákveðið vandamál t.d. ef gall- eða þvagblaðran eru að angra þig sem getur verið sársaukafullt að þá er það meðhöndlað eitt og sér. Hinsvegar ef þú ferð til orkumeðferðaraðila með þetta sama vandamál þá horfir málið öðruvísi við því hann vinnur heildrænt við að finna orsök og afleiðingu. Gall- og … Halda áfram að lesa: Til upplýsinga

Lífsveiflutæknin útskýrð

Lífsveiflutækni er ný grein innan óheðfbundinna lækninga en er í  grunninni mörg þúsund ára gömul og hefur frá örófi alda verið notuð til lækninga í formi tónlistar, tóna og söngva. Þeir sem syngja þekkja hve heilandi það er. Sólin er líka lífsveiflugjafi, hefur ótrúlega góð líkamleg og andleg áhrif enda grundvöllur alls lífs. Á seinni … Halda áfram að lesa: Lífsveiflutæknin útskýrð

Lífsveiflutækni – myndband

Lífsveiflutækni byggir á aldagamalli tækni til lækninga. Um aldir hafa hljóðbylgjur verið notaðar með ýmisskonar hljóðfærum en einnig röddin. Beiting raddbanda til myndunar hljóðbylgna er nokkurskonar bylgjumeðferð. Í lífsveiflutækninni er búið að greina hvaða tíðnir hafa góð áhrif á tilekin líffæri eða lífkerfi til að ná markvissari árangri. Þar með getum við talað um lífsveiflur … Halda áfram að lesa: Lífsveiflutækni – myndband