Remedía?

Á enskunni er gjarnan sagt: To remedy that: sem tákn um að leysa vandamál; eitthvað sem gagnast og getur átt við hvað svið sem er. Í heildræna geiranum er átt við jurtir, blómadropa o.s.frv. en hómópatísk remedía er annað.

Hómópatísk apótek framleiða þær úr allskyns efnum úr dýra-, jurta- og steinaríkinu. Þær eru þynntar og hristar þannig að engin hætta er á ofskömmtun eða aukaverkunum, þegar rétt er gefið. Þær eru til í mörgum styrkleikum. Þannig búin virkar remedían sem hvati og er þá talað um TÍÐNI (bylgjulengd) hennar. Hún svarar til TÍÐNI veikleikans, (þeirrar bylgjulengdar sem veikleikinn er á) sem um ræðir, eyðir honum og breytir þannig tíðni líkamans aftur til betri vegar. Og það er vegna þess að hómópatían byggir á lögmálinu „Að lækna líkt með líku“. Hómópatar nota remedíur í töflu- eða vökvaformi. (JÁ – molar).

Færðu inn athugasemd