Rót vandans – orsakakeðja?

Alveg sama hvert meinið er þá leitar hómópatinn eftir því hvað var að gerast í lífi þínu nokkru áður en það kom fram. Einn bað um aðstoð vegna skyndilegrar kvefpestar sem leiddi ofan í lungu, var þungt um andardrátt og hváði þegar spurt var hvað hefði gerst í hans lífi vikunni áður? „Já reyndar þá dó kær vinur minn – tengist það eitthvað“? Þarna var komin rót vandans.

Dauðsfallið var áfall sem veikti ónæmiskerfið með þessum afleiðingum. Valdar voru remedíur sem líktust kvefeinkennum þeim er lýst var en fyrst af öllu gefin remedían Ignatia í styrkleika 200c sem tengist sorg og andþyngslum. Þegar unnið er með orsök og afleiðingu verður bati yfirleitt skjótur.

Annar bað um aðstoð vegna meltingarmála. Þarmahreyfingar voru afar hægar og stefndi í óefni. Sagði að þetta væri ólíkt honum og hefði eiginlega gerst allt í einu. Þegar nánar var spurt kom í ljós að hann hafði upplifað skelfilegan atburð og farið í það sem við hómópatar köllum ópíum-ástand – en þá er átt við remedíumyndina. Ópíum-ástand er það að frjósa við slíkar aðstæður svo þá verður rof og minnisleysi. Það verður einhverskonar lömun, að hluta til eða alger. Remedíugjöf var Opium 30c  sem kom málum á hreyfingu og svo voru gefnar aðrar viðeigandi remedíur.

Sá sem ber öll merki þess að vera í ópíum-ástandi en man ekkert hinsvegar, myndi fá Opíum 10M sem er hærri styrkleiki í þeim tilgangi að hitta inn á áfallið til að leysa það upp. Og svo aðrar viðeigandi remedíur í kjölfarið. (JÁ – Molar).

Færðu inn athugasemd