Hómópatía heimilanna

eftir Jónu Ágústu hómópata - Copyright © 2022  – Öll réttindi áskilin© Hómópatía er ekki vísindalega viðurkennt meðferðarform heldur fellur undir „viðbótarmeðferðir“. Hómópati er ekki læknir, hann hvorki greinir né læknar sjúkdóma. Fræðslu þessari er ekki ætlað að koma í veg fyrir að fólk notfæri sér hefðbundna læknisþjónustu og lyfjameðferð heldur að veita innsýn í … Halda áfram að lesa: Hómópatía heimilanna

Rót vandans – orsakakeðja?

Alveg sama hvert meinið er þá leitar hómópatinn eftir því hvað var að gerast í lífi þínu nokkru áður en það kom fram. Einn bað um aðstoð vegna skyndilegrar kvefpestar sem leiddi ofan í lungu, var þungt um andardrátt og hváði þegar spurt var hvað hefði gerst í hans lífi vikunni áður? „Já reyndar þá … Halda áfram að lesa: Rót vandans – orsakakeðja?

Flensu-kvef-remedíur

DÆMI UM REMEDÍUVAL GEGN KVEFI Aconite er góð hafi kvefið komið skyndilega með rosalegum hnerra og hósta. Augun geta verið rauð, andlitið líka og munnurinn þurr. Hiti gæti verið sem byrjaði með köldum svita, skjálfta og þorsta. Tilfinningalega er ótti til staðar. Ótti og kvíði sem er alvarlegri en flensan eða að bati verður ekki. Baptisia … Halda áfram að lesa: Flensu-kvef-remedíur

Remedíur gegn flensu-kvefi

LA VITA hefur fjallað um remedíur og annað sem gagnast gegn flensu og kvefpest sem gjarnan fylgir í kjölfarið og á vel við núna. Hér fer á eftir kort sem leiðir þig áfram í remedíuvali eftir einkennum. Flensu-kvef-remedíur Greinar um flensu og kvef Þessu til viðbótar er texti sem LA VITA birti á FB-síðu sinni: … Halda áfram að lesa: Remedíur gegn flensu-kvefi

Remedíur gegn hósta

Hómópatísk inntaka á remedíum vefst fyrir mörgum því aðferðafræðin er svo ólík þeirri sem við eigum að venjast. Ef við veikjumst, fáum sýkingu þá fer af stað ákveðið ferli. Oft með svipuðum byrjunareinkennum sem kallar á remedíuna Aconite og við þá inntöku breytast einkenni, fara á næsta stig. Þá er spurt: er hóstinn þurr eða … Halda áfram að lesa: Remedíur gegn hósta

Örmögnun

Margir glíma við örmögnun þessa dagana af margvíslegum ástæðum – en þær skipta ekki höfuðmáli þegar velja á remedíur til stuðnings því það eru einkennin sem ráða valinu. Hómópatinn hlustar vandlega á skjólstæðing sinn og metur stöðuna út frá fleiri þáttum. Hér verður látið duga að nefna nokkrar remedíur sem þekktar eru fyrir að styðja … Halda áfram að lesa: Örmögnun

Eldgosa-áhrif

Fólk hefur haft samband undanfarið vegna óþægilegra áhrifa eldgossins aðallega á öndunarfærin. Það kvartar undan óþægindum í öndunarfærum s.s. sviða og hósta og einnig sviða í augum og húð, þrýstingi í eyrum og höfuðverk. Talið er að um svipuð efni sé að ræða í andrúmsloftinu og síðast en þó talið að gasmengun sé ívið meiri … Halda áfram að lesa: Eldgosa-áhrif