Samræður Louise Hay og Robert Holden sem er með þursabit / iskís: Louise: Jæja hvernig líður þér með að vera með þursabit? Robert: Ég vill alls ekki hafa það mér llíkar það ekki. Louise: Svo þú vilt það hverfi? Robert: Já. Louise: Ertu hræddur? Robert: Já. Louise: Við hvað ertu hræddur? Robert: Ég er hræddur við að fitna því ég get ekki farið í ræktina. Hljómar kannski asnalega en þetta er það fyrsta sem kemur í hugann. Louise: Ekki dæma óttann þinn. Robert: Takk og ég er þakklátur fyrir þau ráð. Louise: Ertu hræddur við eitthvað annað? Robert: Ég er bara hræddur um að þetta verði langvarandi. Louise: Ertu hræddur um að lenda í gildru? Robert: Já. Louise: Ókei. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að leysa upp óttann. Robert: Hvernig geri ég það? Louise: Með kærleika. Robert: Ég er yfirleitt dómharður og mér fannst þursabitið vera vandamál. Mér fannst eins og það væri eitthvað bogið við mig. Tímasetningin var slæm og ég hafnaði aðstæðunum. Ég var ekki opinn, ég var upptekinn og ég var hræddur. Svo bættust fleiri áhyggjur með tímanum og þegar ég sagði vini mínum frá þursabitinu sagði hann mér að pabbi hans hefði þurft að hætta í vinnunni vegna þursabits sem hann fékk. Annar vinur sagði mér að vinkona hans hefði verið með þursabit frá unglingsaldri og aldrei jafnað sig og ekkert gæti læknað það. Louise: Þú þarft að breyta viðhorfi þínu gagnvart þursabitinu. Ekki gera þetta að vandamáli. Staðfestu í orðum að það muni bara koma eitthvað gott út úr þessu ástandi. – Robert: Með því að fylgja leiðbeiningum Louise hætti ég að dæma; ég ákvað að veita þursabitinu ekki mótspyrnu. Ég meðhöndlaði það sem reynslu, ekki sem vandamál. Vann í samvinnu með því og tók fljótlega eftir því að óttinn minnkaði og líka verkurinn dag frá degi. Louise hvatti mig til að velja orðin vandlega þegar ég talaði um þursabitið. Hver einasta fruma líkamans bregst við því sem þú hugsar og segir sagði hún. Neikvæðar staðhæfingar breiðast út eins og vírus þegar þú ert veikur eða óhamingjusamur. „Hvernig líður þér?“ spyr vinur þinn. „Mér líður ekki vel“, segi ég. „Ég er með verki“. Fyrr en varir vita vinir þínir hvað er að og þeir hringja reglulega til að fylgjast með þér. „Mér er enn illt“ staðfesti ég. „Verkirnir eru verri í dag“. Áður en þú veist af sendirðu ótalmargar hugsanir út í alheiminn og líkami þinn les þær allar. Louise Hay skrifar í bók sinni Hugsanir Hjartans: „Líkaminn eins og allt annað í lífinu er spegill hugsana þinna og viðhorfa.“ Hún bendir á að leiðin til heilunar sé að breyta viðhorfum sínum þannig að hlusta á og taka á móti skilaboðunum sem líkaminn sendir þér. Verkur er merki um að þú ert ekki að hlusta á skilaboðin. Því skaltu byrja á þessari staðhæfingu: Ég er tilbúin/n til þess að taka við skilaboðum. Taktu vel eftir og leyfðu líkamanum að tala til þín. Biddu hann fyrirgefningar á að hafa ekki virt hann viðlits og segðu honum að þú sért nú EIN STÓR EYRU. Vertu þakklát/ur fyrir að líkaminn reynir að segja þér hvað er að. Líkaminn er ekki óvinur þinn, heldur vinur sem vill hjálpa þér og kenna þér að elska þig og virða og leyfa lífinu að elska þig. (JÁ þýddi eftir Janny Juddly: Therapist at work).
55Líkar þettaSkrifa ummæliDeila