Húsasótt

ANDREA FABRY er löggiltur „híbýla-heilsu-fræðingur“ (building biologist), fyrrum blaðamaður, níu barna móðir sem er á kafi í Crossfit. Þegar fjölskyldan upplifði heilsufars-erfiðleika fór hún að hugsa út fyrir rammann í leit sinni að orsakavaldinum. Gat það verið maturinn, drykkjarvatnið, loftið eða umhverfið sem olli þessu?

Hún lærði að taka lítil skref í einu sem fólu í sér breytingar og urðu með tímanum til góðs fyrir þau öll. Hún skrifaði bókina: Er húsið þitt að veikja þig? En það var raunin í þeirra tilfelli svo þau urðu að yfirgefa heimilið og var ráðlagt af sálfræðingnum Robert Crago að læra öndun en hann hefur unnið með fjölda þolenda myglu-eitrunar og raunar sá fyrsti sem tengdi afleiðingar þeirrar eitrunar við heilann.

Fjölskyldan samanstóð af ellefu manns sem allir voru sýktir svo þau fóru að einbeita sér að öndun en Andrea viðurkennir að hafa efast um að öndun gæti eitthvað gert varðandi afeitrun, útbrot, kvíða, þunglyndi og bólgueinkenni sem þau upplifðu. En eftir að hafa kynnt sér vísindin á bakvið öndunina hélt hún áfram og beindi sjónum að sjálfstæða taugakerfinu sem skiptist í tvennt:

Sympatíska kerfið sem hvetur ótta-flóttakerfið sem örvar hjartslátt, lokar fyrir blóðflæði til meltingarfleira o.fl., og svo Parasympatíska kerfið sem virkar sem hemill og róar líkamann eftir að ógnin er liðin hjá. Vandamál þeirra sem eru viðkvæmir fyrir allskyns efnum, myglu og rafsegulsviði er að líkaminn er stöðugt í varnar-ótta-flótta-stillingu. Allt í kringum okkur er ógn ýmist meðvituð eða ómeðvituð. Þá er skynsamlegt að byggja upp parasympatíska kerfið. Aðallykillinn þar er flökkutaugin sem liggur frá heila, gegnum andlit, bringu og að kvið og stýrir efnaskiptum, svitamyndun, hjartslætti og öndun. Streita dregur úr virkni flökkutaugar og öndunin örvar hana.

„Ánægð“ flökkutaug dregur úr bólgu sem tengist myglueitrun. Boðefni hennar er Acetylcholine. Þolendur myglusveppa eiga þó erfitt með að sitja kyrrir og anda því hugurinn er síkvikur, að miklu leyti vegna ótta við að verða útsettur aftur fyrir þessu og það er vanlíðan og þreyta í þeim. En bara það að hugsa um andardráttinn hjálpar, það er ókeypis og skaðar engan að reyna.

Áhugasamir geta kynnt sér þetta allt nánar með því að heimsækja netsíðu Andreu. (JÁ tók saman, þýddi og staðfærði).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s