Remedíur gegn hósta

Hómópatísk inntaka á remedíum vefst fyrir mörgum því aðferðafræðin er svo ólík þeirri sem við eigum að venjast. Ef við veikjumst, fáum sýkingu þá fer af stað ákveðið ferli. Oft með svipuðum byrjunareinkennum sem kallar á remedíuna Aconite og við þá inntöku breytast einkenni, fara á næsta stig. Þá er spurt: er hóstinn þurr eða blautur? Þá er önnur remedía valin sem færir einkennin aftur á annað stig. Þessi mynd er fræðandi; leiðir þig áfram í að finna út hvaða remedía gagnast best út frá einkennum. Engar staðlaðar inntökur duga í hómópatíu. Það er eðlisgerð manneskjunnar sem ræður valinu. Hvar er hún veikust fyrir? Hvernig upplifir hún einkennin. Hér eru remedíurnar: Aconite, Belladonna, Hepar Sulph, Spongia, Drosera, Phosphorus, Ant Tart, Bryonia, Pulsatilla, Stannum og Ipecac. Áhugasamir geta gúglað remedíurnar til að kynnast þeim betur. (Höf: Jóna Ágústa hómópati).

Færðu inn athugasemd