Líkamleg áhrif tilfinninga

TILFINNINGAR hafa áhrif á líkamsstarfsemi okkar: ótti orsakar örari hjartslátt og kaldan svita, reiðin lætur sjóða á okkur, vonbrigði og sorg sjúga burt orkuna, veikja ónæmiskerfið og ýta undir sjúkdóma. Margir bæla tilfinningarnar niður, sópa þeim undir teppið, sér í lagi þeir sem þróuðu slíkt á unga aldri og eiga því frekar erfitt með að bera virðingu fyrir sér og sínu innra lífi; þeir kunna illa á persónuleg mörk, verja sig ekki af ótta við höfnun. Þegar slík tilfinningabæling er stöðug árum saman, án tjáningar, bregst líkaminn við með þrýstingi sem endar með ósköpum. Reiði sem stöðugt er kyngt getur hugsanlega þróast í magasár, meltingarvandamál, gallsteina, háþrýsting eða hvaða sjúkleika sem er, í því líffærakerfi sem veikast er fyrir. Margar heildrænar meðferðir geta komið að gagni hér en ég vill nefna remedíu sem gagnast vel á fyrstu stigum sem heitir Staphysagria. Tilfinningalega sýður á henni, hún hefur látið annarra þarfir ganga fyrir sínum; leyft að traðkað sé á henni gegnum tíðina, segir aldrei neitt sér til varnar fyrr en hún er komin út úr aðstæðunum og þá sparar hún ekki stóru orðin sem duga lítt því orsakavaldurinn er á bak og burt. Á líkamlega sviðinu er Staphysagria gefin þegar um inngrip er að ræða, vegna skurðaðgerða og þá sérstaklega þegar um viðkvæm svæði er að ræða. Þrátt fyrir að einstaklingur sé fullkomlega sáttur við aðgerð t.d. á þvag- eða kynfærum þá er frumuminnið hans það ekki þ.e. hér var farið inn fyrir mörkin og farið inn í líkamskerfið svo sá sársauki situr eftir í líkamanum, bældur og tekur orku. Afleiðingin gæti verið m.a. bólgur og sýkingar á þessu svæði. Staphysagria 30 er gjarnan gefin þegar fólk hefur fengið þvaglegg í þeim tilgangi að „leiðrétta“ þetta í frumu-minninu. Svo maður nefni ekki kynfæralimlestingar ungra barna; en þá ætti Staphysagria vel við auk annarra remedía að sjálfsögðu. (Eftir JÁ).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s