Hómópatía eftir heimsfaraldur

Margt kröftugt fólk hefur verið óvinnufært og haft allavega vandamál eftir þennan kórónu heimsfaraldur: síþreyta er algeng og líkamlega orkan almennt minni, verkir og þreyta við hreyfingu. Margir kvarta yfir mæði. Andlega er kvartað yfir einbeitingarleysi, heilaþoku og kvíða. Við þekkjum þetta síþreytu-ástand í kjölfar veirusýkinga sem verður vegna niðurbrots í líffærakerfunum en ef það varir lengur en hálft ár er frekar talið að um sé að ræða ME – sem þýðir að hvatberi frumanna nær ekki að framleiða orkukorn sem býr til ATP. “Það er erfitt að lækna orkukornin því þau eru alveg sérstakt fyrirbrigði” sagði smitsjúkdómalæknir nokkur í fjölmiðlaviðtali. Við höfum heyrt talað um cytokine-storm en í upphafi þessa faraldurs kom fram ný kenning eða tilgáta um bradykinin sem skýrir marga þætti hans þ.á m. nokkur furðulegustu einkennin svo menn fengu betri skilning á því hvað gerist þegar veiran hefur komið sér fyrir í líkamanum. Það þýðir m.a. áhrif á RASkerfið sem stjórnar mörgum þáttum í hjarta– og blóðrásarkerfi og að bradykininstormar hafa áhrif á niðurbrot blóðheilaþröskulds sem getur hleypt skaðlegum frumum og efnasamböndum inn í heilann sem leiðir til bólgu og hugsanlegra taugaskemmda. Brenglað bragð– og lyktarskyn: Það er vitað að ACE-hemlar valda tapi á bragði og lykt en þó er talið líklegra að það sé vegna vírussins​ ​„sem hefur áhrif á frumurnar í kringum lyktar taugafrumur“ fremur en að það séu bein áhrif bradykinins.

Hvað er til ráða?

Fara rólega af stað. Hreyfing er góð en taka lítil skref. Breytingar verða á lungum sem er ekki dæmigert fyrir aðrar veirulungnabólgur og lungun geta verið lengi að jafna sig eftir bólguna sem sumir líkja við háfjallaveiki. Forðast allt sem er bólguvaldandi. Viðhalda jafnvægi á sýrustigi, steinefnum, söltum og vökva. Heilbrigt hreint og hollt mataræði, lífsveiflumeðferðir og hómópatískar remedíur – engir tveir eru eins og því farsælast að fá sértæka meðferð með því að BÓKA TÍMA hér á síðunni. Settu Lífið í forgang!


Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s